Hafsýn Afladagbók App

Hafsýn

11. Er hægt að eyða upplýsingum?
Já það er hægt að eyða veiði, ef menn ýta óvart á Draga veiðarfæri of oft er hægt að eyða veiðinni með því að ýta á Breyta og svo á eyða. Það er líka hægt að eyða aflaskráningu með því ýta á fisktegundina og velja hana og ýta á eyða.

12. Breyta um tungumál
Ef þú vilt breyta um tungumál þá þarftu að ýta á 3 strikin efst í vinstra horninu og velja Stillingar eða Settings svo ýtirðu á það tungumál sem þú vilt hafa. Ýttu svo aftur á 3 strikin og veldu veiðiferð.

13. Uppfæra forritið
Til að uppfæra forritið smellir þú á linkinn hérna fyrir neðan og velur uppfæra.

Android (Samsung, LG, OnePlus ofl)
https://play.google.com/store/apps/details?id=is.hafsyn.afladagbok

Apple
https://apps.apple.com/app/afladagb%C3%B3k/id1593228941

1. Hvernig sæki ég og skrái mig í Afladagbókar Appið frá Hafsýn?
Til að skrá sig afladagbókar þjónustu Hafsýnar þarf viðkomandi að vera með rafrænskilríki útgerðar.
Skráning í þjónustuna er gerð á www.afladagbok.is
Nánari lýsingu á Appinu og skráningu í það má finna á hafsyn.is/afladagbok-app

2. Getur bátur haft marga skipstjóra og getur skipstjóri verið á mörgum bátum?
Já það er hægt og er skráning og seinni breytingar gerðar á www.afladagbok.is

3. Hvað gerir Aflaskráninga Appið?
Í fyrstu útgáfu er smáforrit fyrir síma sem gerir notendum kleift að skrá aflaskráningu í samræmi við gildandi reglugerðir og skila til Fiskistofu með öruggum hætti. Á næstunni verður kynnt frekari virkni í grunnútgáfu ásamt möguleikum á því að kaupa viðbótar þjónustu.

4. Hvað kostar þjónusta og er einhver annar kostnaður eins og færslugjöld?
Verðskrá tekur mið að umfangi veiði. Innifalið í verðskrá er öll notkun, framtíðaruppfærslur, rekstur og notendaþjónusta á skrifstofutíma. Engin frekari kostnaður er af þjónustu s.s. færslugjöld.

 5. Er GPS staðsetning skráð sjálfkrafa?
Já, þegar ýtt er á „Draga veiðarfæri“ þá skráist niður GPS staðsetning sjáflkrafa.
Eins og í öllum öppum þarf að samþykkja að appið hafi aðgang að GPS en það poppar upp gluggi sem biður um aðgang sem þarf að samþykkja.
Einnig er hægt að ýta á 3 strikin efst í vinstra horninu (Valmynd) -> Stillingar -> Leyfa staðsetningarþjónustu
Munurinn á okkar appi og gamla Fiskistofu appinu er hins vegar að við erum ekki að skrá sjálfkrafa niður staðsetningu sem er frekt á batteríið.

6. Hvað gerist ef það er ekki símasamband?
Hægt er að sinna allri skráningu án netsambands nema við upphaf veiðiferðar og þegar skráningu er skilað.

7. Er ekki hægt að hafa þetta einfaldara?
Hönnun appsins var gerð með smábátasjómönnum ásamt því að bæta það sem var ekki nógu vel útfært í gamla appinu. Eftir að hafa farið í gegnum eina veiðiferð, verða mörg gildi fyllt út sjálfkrafa fyrir næstu veiðiferð og notkunin verður einfaldari. Einhverjir hafa kvartað yfir að þurfa að skrá dýpi og mikið af tímagildum en við erum að uppfylla þær kröfur sem settar eru af Fiskistofu.

8. Get ég fengið þjónustu ef ég lendi í vandræðum?
Hægt er að hafa samband við okkur á skrifstofutíma til að fá úrlausn sinna mála. Fylgst er með kerfinu allan sólarhringinn en ef koma upp vandamál utan vinnutíma má senda okkur póst á hafsyn@hafsyn.is og við höfum samband við fyrsta tækifærið. Við fylgjumst með öllum villum og uppfærum kerfið ef einhver vandamál koma upp. Einnig er hægt að setja upp Teamviewer fyrir Android og Apple síma sem gerir okkur kleift að aðstoða í gengum skjá.

9. Munu verða breytingar á Appinu?
Já við munum bæta appið eftir ábendingum notenda. Til dæmis er gert er ráð fyrir að í næstu útgáfu verði hægt að senda út appinu tilkynningu til Vaktstöðvar Siglinga og hægt verði að bæta við þjónustu aðgang að vefkerfi Hafsýnar.

10. Hvaða verkferli er heppilegast þegar það er verið að nota appið?

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by ​