Hafsýn afla- og framleiðsluskráningarkerfi var nýlega sett upp um borð í kanadíska frystiskipinu MV Sivulliq sem er í eigu Baffin Fisheries.
Hafsýn lausnin einfaldar skráningu um borð og gerir stjórnendum í landi kleift að fylgjast með veiðum og vinnslu um borð.
Kanadísk fiskveiðiyfirvöld hafa gefið út að árið 2019 verði rafrænar afladagbækur fyrir úthafsveiði lögbundnar og er fyrirtækið einnig að aðlaga sig að því með innleiðingu Hafsýnar lausnarinnar.
Baffin Fisheries er með höfuðstöðvar í Iqaluit og er í eigu Inuíta í Kanada. Fyrirtækið rekur fjögur skip og stundar veiðar og vinnslu á grálúðu og úthafsrækju (Borealis og Montague).