Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í apríl sl. og með fresti til 1. september 2020 þarf að ljúka rafrænni aflaskráningu og senda gögn til Fiskistofu áður en lagst er að bryggju að lokinni veiðiferð. Núverandi útgáfa Trackwell afladagbókar uppfyllir nýju reglugerðina.

Samhliða reglugerðarbreytingu bera nú útgerðir ábyrgð á því að viðhalda rafrænni afladagbók.

Við hjá Trackwell viljum bjóða útgerðum að nota áfram núverandi afladagbók og höfum því sent valfrjálsa ársfjórðungsgreiðslu í heimabanka. Með því móti tryggja viðskiptavinir okkar sér notendarétt hugbúnaðarins með nýjustu uppfærslum og framtíðarútgáfum. Þeir aðilar sem nota afladagbók aðeins hluta úr ári greiða eitt ársfjórðungsgjald árlega. Þær útgerðir sem þegar eru með þjónustusamning Hafsýnar fyrir sína báta þurfa ekkert að aðhafast.

Við myndum vilja heyra frá ykkur ef þið hafið frekari spurningar um þessar breytingar eða sjáið ykkur ekki hag í því að nota afladagbók frá Trackwell. Einnig myndum við gjarnan vilja vita ef upplýsingar um skip eða útgerð eru ekki réttar. Hægt er að senda póst til okkar á þjónustunetfangið hafsyn@trackwell.is eða hafa beint samband við tengiliði hér að neðan.

Tengiliðir
Jón Ingi Björnsson framkvæmdastjóri, joni@trackwell.is, sími 860 0607
Steingrímur Gunnarsson vörustjóri, steingrimur@trackwell.is, sími 860 0603
Þorsteinn Ágústsson þjónustustjóri, steini@trackwell.is, sími 860 0627

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by ​