Vörur og lausnir

Lausnir í Hafsýn

Í Hafsýn afladagbók er haldið utan um skráningar á afla og úthaldi fyrir allar gerðir fiskiskipa. Skráningum er miðlað í gegnum vefviðmót Hafsýnar þar sem notendur fá aðgang að rauntímaupplýsingum og sögulegum gögnum.
Til viðbótar er boðið upp á sérstök skráningarform fyrir ísfiskskip, uppsjávarskip og frystiskip. Til að fækka tvískráningum er hægt að setja upp útstöðvar á vinnsludekki. Þar er hægt að skrá ráðstöfun í kör, gæðaþætti og lesa inn gæðaskjöl og myndir og miðla í vefviðmóti.
Hægt er að setja upp tengingar við önnur kerfi um borð, svo sem flokkara, olíumæla eða togvindur. Þeim gögnum er svo miðlað í land með öðrum gögnum úr Hafsýn.

MIÐLUN SKRÁNINGA

Upplýsingum úr Afladagbók er miðlað til útgerðar í rauntíma auk aðgangs að sögulegum gögnum fyrir frekar greiningu og hagræðingu. Kerfið um borð skráir sjálfkrafa staðsetningar, siglda vegalengd og hraða, ásamt veiðum og afla. Þessar upplýsingar eru sendar í miðlægt kerfi sem veitir notendum aðgang að þeim jafnóðum.

Upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum vefviðmót þar sem hver notandi hefur sinn eigin aðgang og lykilorð. Viðmótið er einnig hannað fyrir snjallsíma og auðvelt er að fá yfirlit veiða beint í símann.

Einnig geta skráðir notendur fengið sendan tölvupóst með stöðu og yfirliti veiða og ráðstöfun afla.

Yfirlit flota
  • Núverandi staða allra skipa á einu blaði
  • Afli um borð og afli gærdagsins
  • Mælaborð sýnir afla, landanir, siglda vegalend og afla á togtíma
  • Samatekt afla margra skipa yfir valið tímabil
  • Staðsetningar allra kasta, valið eftir skipum og fisktegundum
Veiðiferðir
  • Sýnir yfirlit veiðiferða ásamt afla og staðsetningum
  • Fyrir hverja veiðferð er hægt að sjá feril, köst og tog eða drætti á korti
  • Ýtarlegt yfirlit hola með afla, togtíma og staðsetningum
  • Aðgangur að öllum eldri veiðiferðum
Siglingarúthald
  • Hægt að sjá siglingarferil á korti yfir valið tímabil
  • Graf með siglingarhraða yfir valið tímabil
  • Sigld vegalend og meðalhraði skipt niður í fasa veiðiferðar
  • Greining á útstími, togi, millistími og heimstími

Ísfiskskip

Haldið utan um skráningar á körum, meðalstærð og gæðaþætti. Upplýsingum er miðlað í vefviðmót í landi fyrir frekari greiningar.

Karaskráningar
  • Afurðalisti fyrir flokkun í kör
  • Haldið utan um einingaþyngdir í körum
  • Hægt að skrá heil kör eða slatta
  • Skilar karafjölda fyrir hvert hol, dag og veiðferð
  • Skilar meðalstærð fyrir hvern flokk og skráða meðalstærð
  • Skráningar á gæðaþáttum
Gæðaskjöl
  • Innlestur á sýnatökuprufum eða ljósmyndum
  • Skjölin eru skráð með veiðiferð og birtast í vefviðmóti
  • Haldið utan um lista á sendum gæðaskjölum
  • Hægt að hengja rekjanleikaþætti á skjöl, eins og hal, afurð eða skoðunamann
Vefviðmót
  • Sýnir aflaskiptingu, karafjölda, meðalstærð, verðmæti og gæðaþætti.
  • Sýnir áætlaða löndun fyrir ákveðið tímabil, ásamt magni, karafjölda og dagaskiptingu
  • Sýnir viðbótarþætti, eins og meðalstærð, stærðarflokkaskiptingu og gæðamat
  • Sýnir betunotkun línuskipa
  • Afli á hol eða lögn, veiðidag og heildarafli veiðferðar
  • Veiðarfæri, togtími, afli á togtíma
  • Áhafnarlisti
  • Skýrslur sem sýna afla, afurðir og verðmæti
  • Gæðaskjöl sem skráð hafa verið með veiðiferð eru birt í viðmóti

Uppsjávarskip

Haldið utan um ráðstöfun í kælitanka (RSW), meðalstærð, verðmæti og gæðaþætti.

 

Ráðstofun í tanka
  • Skráning á ráðstöfuðu magni í kælitanka fyrir hvert kast
  • Skráningarviðmót sýnir uppsetningu kælitanka og ráðstafað magn
  • Skráning á viðbótarþáttum, eins og meðalstærð, átu, rauðátu og hrygnuhlutfalli
  • Hægt að setja inn stæðarskiptingu fyrir hvert kast
  • Sýnir ráðstöfun tanka úr fyrri veiðiferðum
Gæðaskjöl
  • Innlestur á sýnatökuprufum eða ljósmyndum
  • Skjölin eru skráð með veiðiferð og birtast í vefviðmóti
  • Haldið utan um lista á sendum gæðaskjölum
  • Hægt að hengja rekjanleikaþætti á skjöl, eins og hol, afurð eða skoðunamann

Frystiskip

Haldið utan um afurðaskráningar, afurðalista, verð, vinnslugerðir og umbúðir. Einnig er haldið utan um nýtingarprufur fyrir hverja vinnslugerð og skýrslur til Fiskistofu og löndunarhafnar.

 

Tækjabók
  • Tækjabók er skráningarviðmót til að skrá kassa í frystitæki
  • Upplýsingar koma fram jafnóðum upp í brú
  • Haldið utan um pönnufjölda og frystitíma í hverju tæki
  • Yfirlitsmynd sýnir stöðu allra tækja
  • Upplýsingar fylgja með framleiðsluskráningum fyrir aukinn rekjanleika
  • Skýrslur til að skoða eldri tækjaskráningar
Gæðaskjöl
  • Innlestur á sýnatökuprufum eða ljósmyndum
  • Skjölin eru skráð með veiðiferð og birtast í vefviðmóti
  • Haldið utan um lista á sendum gæðaskjölum
  • Hægt að tengja rekjanleikaþætti við skjöl, eins og hal, afurð eða skoðunarmann
Vinnslunýting
  • Skráningar á nýtingarprufum
  • Sýnir stöðu nýtingarprufa og hvort að prufur vanti
  • Heldur utan um vinnslunýtingu fyrir hverja vinnslugerð
  •  Reiknar magn upp í sjó miðað við gefna vinnslunýtingu
  • Skilar skýrslum til Fiskistofu og löndunarhafnar
Vefviðmót
  • Sýnir aflaskiptingu, kassafjölda, framleiðslu og verðmæti.
  • Sýnir viðbótarþætti, eins og meðalstærð, stærðarflokkaskiptingu og vinnslunýtingu
  • Afli á hol, veiðidag og heildarafli veiðferðar
  • Veiðarfæri, togtími, afli á togtíma
  • Áhafnarlisti
  • Skýrslur sem sýna afla, afurðir og verðmæti
  • Gæðaskjöl sem skráð hafa verið með veiðiferð eru birt í viðmóti

Olíunotkun

Með tengingu við olíumæla er olíunotkun skráð í og upplýsingum miðlað í land í rauntíma.

 

Vefviðmót

Sunduliðun á olíunotkun, ásamt olíukostnaði fyrir alla fasa veiðiferðar:

  • útstím
  • millistím
  • veiðar
  • heimstím

Fyrir hvert hol er hægt að sjá:

  • olíunotkun á togtíma (lítrar/klst)
  • olíunotkun fyrir hvert kg af afla

BEITING TOGVEIÐARFÆRA

Tenging við togvindukerfi og veiðarfæraskynjara og skráir sjálfkrafa togúthald, hvenær kastað er og híft.

 

Vefviðmót

Skilar upplýsingum um togátak og beitingu veiðarfæra:

  • eftir skipstjórum
  • eftir veiðarfærum
  • eftir skipum

Frávikagreining á völdum þáttum

Greiningartól

Notendur Hafsýnar geta fengið aðgang að veiðisögu allra skipa félagsins, ásamt framleiðslu- og gæðaupplýsingum sem skráðar hafa verið í kerfið. Fyrirspurnartól hjá útgerð skila ítarlegum upplýsingum veiðanna frá völdu tímabili.

 

Gögn
  • Köst og afli eftir tegund
  • Gæðaskráningar
  • eftir skipum
  • Siglingaferlar
  • Togtími
  • Siglingarhraði í togi
  • Dýpi og sjávarhiti
  • Veiðarfæri og einstakir þættir veiðarfæra

Samþætting gagna

Með Hafsýn er hægt að setja upp tengingu við birgða- og framleiðslukerfi fyrirtækisins í landi. Boðið er upp á staðlað viðmót gagnaskila og einnig er hægt að sérsníða gagnaskilin.

Útgerðafyrirtæki hafa séð mikla hagræðingu við aukna yfirsýn og samþættingu upplýsinga. Hægt er að senda framleiðsluskráningar um borð sjálfkrafa inn í birgðakerfi fyrirtækisins í landi, t.d. Microsoft Dynamics NAV. Með því móti hafa útgerðir nákvæmar upplýsingar um uppruna vörunnar sem er forsenda fyrir rekjanleika og staðfestingu á sjálfbærni veiðanna.

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by ​