Nokkrar nýjungar hafa bæst við í Hafsýnar viðmótinu sem við viljum benda ykkur á.

Kortastillingar

Hægt er að velja nokkrar mismunandi gerðir af grunnkortum með því að smella á Breyta sýn, hægra megin yfir korti. Einnig er hægt að velja viðbætur eins og Dýptarkort og Veiðisvæði.

kort4

Skýrslur í viðmóti

Við höfum verið að vinna að viðbótum í skýrslum í Hafsýnar viðmótinu og má þar nefna Úthald sem er undir valmyndinni Floti sem sýnir samantekt á úthaldi skips, ásamt niðurbroti yfir valið tímabil.

uthald2

Sjálfvirkar skýrslur

Viðskiptavinum Hafsýnar hefur boðist að fá sendar skýrslur í tölvupósti með afla um borð og aflabrögð síðasta sólarhings. Auðvelt er að stjórna því hverjir fá sendar skýrslur og hvort þær komi á morgnana eða á kvöldin. Við erum að taka í notkun nýtt skýrslugerðartól sem mun gera okkur kleyft að stjórna betur útliti og innihaldi skýrsla, eftir óskum hvers og eins.

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by